Hrun í gistinóttum Þjóðverja

Ferðamenn við leirhverina í Námaskarði bregða á leik.
Ferðamenn við leirhverina í Námaskarði bregða á leik. mbl.is/Brynjar Gauti

Seldar gistinætur á hótelum á höfuðborgarsvæðinu til þýskra ferðamanna eru 26,3% færri en í fyrra. Þá hefur eftirspurn frá Svíum og Norðmönnum dregist saman.

Þetta má ráða af nýjum tölum Hagstofunnar yfir seldar gistinætur á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þær ná til hótela sem eru opin allt árið.

Samanlagt fjölgaði seldum gistinóttum um rúmt prósentustig á landinu öllu. Þeim fækkaði í þremur landshlutum. Samdrátturinn var 0,7% á höfuðborgarsvæðinu, 2,5% á Suðurnesjum og 3,3% á Austurlandi. Rímar þetta við upplýsingar um að bókanir á Austurlandi hafi verið undir væntingum. Seldum nóttum fjölgaði hins vegar um 12,9% á Vesturlandi og Vestfjörðum og um 6,3% á Norðurlandi og 5,6% á Suðurlandi.

Tölur Hagstofunnar eru sem áður segir sundurgreindar eftir þjóðerni. Benda þær til að eftirspurn frá einstökum þjóðum sé að breytast. Til dæmis voru seldar 27,9% fleiri gistinætur til Ítala á landinu öllu fyrstu fimm mánuði ársins en í fyrra. Á hinn bóginn dróst salan saman um 28,7% til Japana á sama tímabili, að því er fram kemur í fréttaskýringu um komu ferðamanna til landsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert