„Ekki dýr í hringleikahúsi“

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Valgarður Gíslason

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Reykjavíkurborg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Þá var skrifleg áminning, sem Reykjavíkurborg hafði veitt starfsmanninum, gerð ógild.

Í niðurstöðu dómsins, sem féll 5. júní, fer dómarinn hörðum orðum um athæfi skrifstofustjórans: „Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn virðist ætla af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna.“

Segir einnig í dóminum að líta megi á framkomu skrifstofustjórans sem lítilsvirðingu við starfsmanninn sem er töluvert eldri en skrifstofustjórinn og með yfir 35 ára reynslu af fjármálatengdum störfum. Hann hafi gegnt stöðu fjármálastjóra ráðhússins í rúm 10 ár og starfað þar tvöfalt lengur en skrifstofustjórinn.

Dómari hafnaði ávirðingunum

Tilefni áminninganna voru tvö tilvik sem skrifstofustjórinn taldi brot á starfsskyldum fjármálastjórans; annars vegar varðandi upplýsingaveitingu á styrkjum og vegna vinnslu launaáætlunar hins vegar. Dómari hafnaði öllum ávirðingum og dæmdi þær og áminninguna ólögmætar. Hann taldi einnig að áminningin hafi verið til þess fallin að skaða æru stefnanda og voru honum dæmdar miskabætur.

Skrifstofan heyrir undir borgarritara, sem heyrir undir borgarstjóra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var báðum aðilum kunnugt um málið og hafi lögmaður stefnanda t.a.m. hvatt þá til að leita annarrar niðurstöðu en að fara með málið fyrir dóm. Ekki hafi verið ákveðið að leita sátta þó að ljóst hafi verið frá upphafi að staðhæfingar skrifstofustjórans ættu ekki rétt á sér. Áfrýjunarfrestur dómsins er liðinn og var málinu ekki áfrýjað.

Dómurinn í heild

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert