Byrjar 17 ára í læknisfræði

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir byrjar í læknisfræði í haust.
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir byrjar í læknisfræði í haust. mbl.is/Valgarður Gíslason

Með aga og skipulagi hefur Rögnu Kristínu Guðbrandsdóttur tekist að ná inngönguprófum í læknisfræði aðeins 17 ára gömul. Hún er eftir því sem best er vitað yngsti nemandinn sem tekinn hefur verið inn í læknadeildina.

Ragna Kristín er mikil íþróttakona og setti Íslandsmet í klassískum kraftlyftingum á heimsmeistaramóti í Kanada þar sem hún lenti í fjórða sæti í sínum aldursflokki.

„Ég passa alltaf vel upp á svefninn og reyni helst að ná níu tímum ef það er hægt,“ segir Ragna Kristín sem stundar einnig golf og sinnir golfkennslu fyrir börn á Nesvelli.

Í sjötta bekk í grunnskóla var Ragna Kristín óánægð með einkunn sem hún fékk og móðir hennar sagði henni að prófið hefði ekki verið erfitt heldur hefði hún ekki undirbúið sig nægjanlega vel. Þá ákvað hún að taka sig á og skipuleggja lærdóminn með hjálp excel sem faðir hennar aðstoðaði hana við. Þegar lærdómi og líkamsrækt sleppir nýtur Ragna Kristín þess að vera með fjölskyldu og vinum og liggja uppi í sófa að horfa á þætti en í Morgunblaðinu í dag er hægt að lesa ítarlegt viðtal við Rögnu Kristínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert