Vegakerfi landsins í molum

Mikil umferð er við fjölsótta staði og þar eru vegir …
Mikil umferð er við fjölsótta staði og þar eru vegir víða í ólestri. mbl.is/Árni Sæberg

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, segir vegakerfi landsins „í molum“ og að öryggisstuðull veganna hafi lækkað „verulega“. Ástandið segir hann mikið áhyggjuefni sem hafi farið stigvaxandi undanfarin ár. 

Mjög hefur verið fjallað um ástand vega að undanförnu, meðal annars í kjölfar alvarlegra umferðarslysa. Þórir segir í umfjöllun Morgunblaðsins í dag að slysin sýni vel ástand vegakerfisins hér á landi.

„Það fer til að mynda bíll út af á Mosfellsheiðinni og þar verður alvarlegt slys. Á svipuðum tíma fer bíll út af á Hellisheiðinni og þar verður ekki slys á fólki. Vegurinn á Hellisheiði uppfyllir þessa öryggisstaðla sem gerðir eru til þjóðvega en ekki vegurinn á Mosfellsheiðinni,“ segir Þórir í samtali við Morgunblaðið.

Taka lítið tillit til umferðar

Þá segir Þórir ákveðin vandamál fylgja fjölda hjólreiðamanna í umferðinni og að erfitt sé fyrir ökumenn að komast framhjá þeim. „Því miður hefur borið mikið á því að þeir hjóli samhliða bifreiðum og taki ekkert tillit til umferðarinnar“. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert