Fyrsti fundur gerðardóms á morgun

Frá samningafundi ljósmæðra og ríkisins.
Frá samningafundi ljósmæðra og ríkisins. mbl.is/Eggert

Fyrsti fundur gerðardóms í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs verður á morgun með ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, formaður gerðardómsins, í samtali við mbl.is.

Magnús vildi ekki tjá sig frekar um störf gerðardómsins í deilunni fyrr en að þeim fundi afstöðnum.

Ríkissáttasemjari skipaði í dag auk Magnúsar, Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, forstöðumann Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, og Báru Hildi Jóhannesdóttur, deildarstjóra mönnunar- og starfsumhverfisdeildar Landspítala og ljósmóður, í dóminn.

Gerðardómnum er gert að ljúka störfum fyrir 1. september 2018.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert