Sýknudómi stuðningsfulltrúans áfrýjað

Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en málinu …
Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni, en málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. mbl.is/Hjörtur

Ákæruvaldið hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness í máli stuðningsfulltrúans sem var ákærður fyrir gróf kynferðisbrot í fimm liðum. Málinu verður því vísað til Landsréttar.

Þetta herma öruggar heimildir mbl.is, en hefur ekki fengist staðfest frá embætti ríkissaksóknara.

Fyrr í dag sagði Guðrún Sveinsdóttir, settur saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, í svari sínu við fyrirspurn mbl.is að ákæruvaldið væri ósammála niðurstöðu dómsins, sem kveðinn var upp að morgni mánudags.

Þá hafði að hennar sögn ekki verið tekin ákvörðun um framhald málsins, en heimildir mbl.is herma að áfrýjunarstefna hafi borist frá ákæruvaldinu.

Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður tveggja þeirra sem kærðu manninn fyrir kynferðisbrot sem framin voru er maðurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, sagði við mbl.is í dag að full ástæða væri til að áfrýja málinu til Landsréttar.

„Oft­ast í þess­um mál­um er dóm­ur­inn fjöl­skipaður. Þarna er einn dóm­ari sem dæm­ir í mál­inu. Ég vil meina að miðað við um­fang máls­ins hefði verið eðli­leg­ast að hafa fjöl­skipaðan dóm,“ sagði Sæv­ar Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert