Gefi starfsfólki frí á frídegi verslunarmanna

VR segir miður að síðustu ár hafi það færst í …
VR segir miður að síðustu ár hafi það færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna. Mynd úr safni. mbl.is/Jónas Erlendsson

VR skorar á atvinnurekendur að gefa verslunarfólki frí á mánudaginn og láta frídag verslunarmanna þar með standa undir nafni. 

Í fréttatilkynningu sem VR sendir frá sér vegna áskorunarinnar segir að fólk hafi oft á orði að það sé einkennilegt að eina fólkið sem raunverulega þurfi að vinna á frídegi verslunarmanna sé verslunarfólkið.

Þó að fleiri vinni vissulega þennan dag en verslunarfólk, þá sé það miður að síðustu ár hafi það færst í aukana að verslanir og þjónustufyrirtæki hafi opið á frídegi verslunarmanna. Þetta geri það að verkum að verslunarfólkið, sem dagurinn er sérstaklega helgaður, þurfi í of mörgum tilvikum að standa vaktina. 

Dagurinn sé stórhátíðardagur samkvæmt kjarasamningum VR og á slíkum dögum er ekki vinnuskylda, nema samið hafi verið um slíkt milli launamanns og atvinnurekanda. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert