Hlýjasti júlí á öldinni fyrir austan

Ferðamenn á þingvöllum í júlí, en mánuðurinn var sá næstkaldasti …
Ferðamenn á þingvöllum í júlí, en mánuðurinn var sá næstkaldasti á öldinni við Faxaflóa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veðurlag í nýliðnum júlí hefur í heildina verið svipað og mánuðina tvo á undan. Sólarlítið og fremur svalt á landinu sunnan- og vestanverðu, en meira um bjartviðri og hlýja daga austanlands.

Munur á milli landshluta er þó ívið minni en í fyrri mánuðunum tveimur. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri Trausta Jónssonar veðurfræðings, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Við Faxaflóa er mánuðurinn sá næstkaldasti á öldinni, ómarktækt kaldara var í júlí 2002. Aftur á móti er hann sá hlýjasti á öldinni á Austfjörðum – nærri miðju á Norðurlandi eystra og á Suðausturlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert