Harðorður í garð barnaverndarnefndar

Víkingur Kristjánsson ætlar að hreinsa mannorð sitt.
Víkingur Kristjánsson ætlar að hreinsa mannorð sitt.

Leikarinn Víkingur Kristjánsson greinir frá því í aðsendri grein í Kvennablaðinu að felld hafi verið niður kæra á hendur honum, byggð á grun um að hann hafi misnotað sjö ára son sinn kynferðislega.

„Eftir afar langt ferli í dómskerfinu, hefur nú loks verið úrskurðað að ekkert sé hæft í þessum grunsemdum. Þetta ætti að vera gleðidagur, og marka endalok á þeim gegndarlausu árásum sem dunið hafa á mér og fjölskyldu minni frá upphafi ársins 2017. Ég er þó ekki bjartsýnn á að sú verði raunin. Reynslan hefur kennt mér að vera viðbúinn því versta,“ skrifar hann.

Í greininni segir hann barnaverndaryfirvöld hjá Reykjavíkurborg hafa algjörlega brugðist syni sínum og því feðgasambandi sem þeir hafi átt frá því hann fæddist.

Víkingur segir að móðir drengsins hafi hafið tálmun á umgengni hans og unnustu hans við drenginn í upphafi síðasta árs. Þá var unnusta hans sökuð um gróft ofbeldi á hendur drengnum.

Víkingur segir að málið hafi verið byggt á hatrammri umgengnisbaráttu af hendi móðurinnar.

Barnavernd hafi eingöngu tekið tillit til einstakra atriða og að starfsmaður nefndarinnar hafi farið út fyrir verkramma sinn og beygt reglur.

Síðasta sumar var svo lögð fram kæra til lögreglunnar, sem var felld niður í dag.

„Eftir stendur staðreynd sem má að mínu mati með fullum rétti orða svona: Sjö ára syni mínum var rænt frá mér af aðilum sem augljóslega svífast einskis í aðgerðum sínum, og ég bý í samfélagi þar sem engin leið er að treysta á að yfirvöld komi mér til hjálpar, þvert á móti hefur starfsfólk á sviði barnaverndar stutt þennan gjörning með vafasömum ákvörðunum sínum,“ skrifar hann á vef Kvennablaðsins.  

Víkingur kveðst vilja hreinsa mannorð sitt og hefur beðið um viðtal hjá forstjóra Barnaverndarstofu, auk þess sem hann mun á næstu dögum fara yfir næstu skref með lögfræðingi sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert