Vatnavextir í Múlakvísl

Jarðýta og grafa að störfum í Múlakvísl, sem hefur vaxið …
Jarðýta og grafa að störfum í Múlakvísl, sem hefur vaxið mikið síðustu daga. mbl.is/Jónas Erlendsson

Vatnavextir hafa verið í Múlakvísl síðustu daga. Jarðhitavatn hefur lekið í ána úr katli í Kötluöskju í Mýrdalsjökli  og fylgir jökulvatninu brennisteinsvetni (H2S). Gasið fer illa í öndunarfæri og er fólki ráðlagt að stoppa ekki lengi við ána.

Gasið leiðir rafmagn betur en vatn og er gasmengunin því athuguð með því að mæla rafleiðni árinnar. Hún er nú í kringum 250 míkrósímens á sentimetra en til samanburðar er rafleiðnin á bilinu 100-150 í hefðbundnu árferði. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að megn gaslykt sé við ána, sem bændur kalli jafnan „jöklafýlu“.

Verktaki er að störfum á vegum Vegagerðarinnar í Vík með jarðýtu til að að veita ánni frá þjóðveginum við brúna og koma í veg fyrir að vegur fari í sundur. Brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupi í Múlakvísl árið 2011 en bráðabirgðabrú reis á viku. Árið 2014 var síðan ný brú tekin í notkun. Hún er ekki í hættu en vegurinn að henni gæti farið í sundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert