Gamla flugstöðin á Keflavíkurflugvelli rústir einar

Rústir gömlu flugstöðvarinnar í Keflavík.
Rústir gömlu flugstöðvarinnar í Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg

Margir Íslendingar eiga minningar frá gömlu flugstöðinni í Keflavík en þar í gegn fóru millilandafarþegar áður en Flugstöð Leifs Eiríkssonar var tekin í gagnið árið 1987.

Þá var um árabil rekið flugvallarhótel í sömu byggingu. Nú hefur hún verið rifin og aðeins rústirnar sýnilegar á flugvallarsvæðinu.

Þar sem byggingin stóð áður stendur til að reisa flugskýli eða annað húsnæði sem hentar þörfum flugvallarstarfseminnar í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert