Mikil umferðarteppa vegna Fiskidagsins

Lengst til hægri á myndinni má sjá bílaröðina sem hefur …
Lengst til hægri á myndinni má sjá bílaröðina sem hefur myndast upp á Hámundastaðaháls. Skjáskot/Vefmyndavél Vegagerðarinnar

Umferðarteppa er frá Dalvík allt upp á Hámundastaðaháls, sem er austan við bæinn, vegna Fiskidagsins mikla.

Að sögn lögreglunnar Norðurlandi eystra er umferðin mjög mikil og hefur álagið verið mikið á lögreglunni í samræmi við það en engin umferðaróhöpp hafa komið upp.

Stórtónleikar Fiskidagsins hófust klukkan 21.45 og má reikna með að margir vilji sjá þá.

Lögreglan stýrir umferðinni þegar bílarnir koma í bæinn og beinir mönnum í ákveðnar áttir. Mannfjöldinn er með mesta móti í bænum miðað við Fiskidaga síðustu ára. 

Í samtali við mbl.is vildi lögreglan minna fólk á að sýna gríðarlega þolinmæði eftir tónleikana á leiðinni til Akureyrar og er framúrakstur stranglega bannaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert