Bóksala dregst enn saman

Velta bókaútgefenda hefur dregist verulega saman síðasta áratug.
Velta bókaútgefenda hefur dregist verulega saman síðasta áratug. mbl.is/Golli

Ekki hefur tekist að snúa við samdrætti í bóksölu síðasta árið. Velta bókaútgefenda dróst saman um 5% árið 2017 og sú þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Samdrátturinn nemur alls um 36% á tíu ára tímabili.

„Sú skelfilega mynd sem við sýndum fyrir ári hefur versnað þónokkuð. Það undirstrikar mikilvægi þess að stjórnvöld standi við gefin loforð og virðisaukaskattur af bókum verði afnuminn um áramót eins og talað hefur verið um og sett fram í fjármálaáætlun,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Ef rýnt er í útgefna titla í Bókatíðindum er augljóst að þeim hefur ekki fækkað að ráði síðustu ár. Auðvelt er því að draga þá ályktun að færri eintök seljist af hverri bók en áður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þegar Egill er spurður hvað valdi þessum samdrætti nefnir hann að samkeppni um tíma almennings hafi stóraukist á liðnum árum. „Hefðbundnari afþreying, svo sem bóklestur, hefur átt erfitt uppdráttar þegar kemur að samkeppni við nýjustu tækni og vísindi,“ segir hann.

Eru bækur ekki of dýrar?

„Nei, verð á bókum hefur að mestu staðið í stað á liðnum árum þannig að ég tel alls ekki vera hægt að benda á verðlag sem vandamál. En auðvitað getur verðlækkun samfara afnámi virðisaukaskatts orðið mikil lyftistöng.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert