Fundu ölvaðan bílstjóra með flygildi

Ökumaðurinn velti bíl sínum við Neðri-Staf í Fjarðarheiði, ofan Seyðisfjarðar.
Ökumaðurinn velti bíl sínum við Neðri-Staf í Fjarðarheiði, ofan Seyðisfjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Austurlandi notaði um helgina fjarstýrt flygildi, eða dróna, til þess að hafa uppi á ölvuðum ökumanni, sem hafði velt bíl sínum við Neðri-Staf á Fjarðarheiði, ofan Seyðisfjarðar.

Ökumaðurinn hafði verið búinn að láta sig hverfa af slysstað, er lögregla kom á vettvang, en sá aðili sem lögregla telur að hafi ekið bifreiðinni fannst svo og var handtekinn, talsvert frá vettvangi, á göngu langt úti í móa, en þar hafði lögregla fundið hann með flygildinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert