Vigdís fer fram á afsökunarbeiðni

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fer fram á að borgarritari og skrifstofustjóri hjá borginni biðji hana opinberlega afsökunar á „aðdróttunum og röngum alvarlegum ásökunum sem birtust í fjölmiðlum“ eins og kemur fram í bókun sem Vigdís lagði fram á fundi borgarráðs í morgun.

Reykjavíkurborg tapaði skaðabótamáli vegna framkomu skrifstofustjóra gagnvart starfsmanni borgarinnar en um þann dóm tjáði Vigdís sig.

Stefán Eiríksson borgarritari og Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sökuðu Vigdísi um trúnaðarbrot og um að hafa mögulega brotið siðareglur borgarfulltrúa með ummælum sínum.

Sjálf segist Vigdís vera ranglega sökuð um trúnaðarbrot en tillögu hennar á fundinum í morgun var frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert