Hörð fíkniefni mikið tekin

Kókaín, e-töflur og LSD eru meðal þess sem finnst við …
Kókaín, e-töflur og LSD eru meðal þess sem finnst við leit. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fyrstu sex mánuði þessa árs hefur tollgæslan lagt hald á tæplega 12 kíló af kókaíni, yfir 4.600 e-töflur, 5 kíló af hassi og tæplega 1.800 skammta af LSD og LSD-afleiðum. Þá hafa tollverðir einnig lagt hald á um 30 grömm af heróíni auk fleiri fíkniefna.

Er þetta meðal þess sem kemur fram í svari Embættis tollstjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir tollverði þar sjá mest af hörðum fíkniefnum. „Við sjáum nú, líkt og í fyrra, mest af þessum hörðu fíkniefnum, en á sama tíma erum við að sjá minna af kannabis,“ segir hún.

Smyglarar fíkniefna sem fara um völlinn reyna gjarnan að koma efnunum inn til landsins innvortis, innan klæða eða með farangri sínum. Það sem af er ári hafa níu einstaklingar, sex karlar og þrjár konur, verið teknir með fíkniefni innvortis á Keflavíkurflugvelli. Allir reyndu þeir að smygla kókaíni til landsins, fyrir utan einn sem var með heróín, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert