Ljósanótt haldin í 19. skipti

Frá kjötsúpukvöldi á Ljósanótt í Reykjanesbæ.
Frá kjötsúpukvöldi á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir

Ljós­anótt er nú hald­in í 19. skipti í Reykjanesbæ og eru fjöl­marg­ir viðburðir, bæði fast­ir og nýir, á dag­skrá hátíðar­inn­ar að þessu sinni. Hátíðin var sett á miðvikudagskvöld og nær hápunkti með stórtónleikum og flugeldasýningu annað kvöld.

Fólk getur skoðað fjölda sýninga.
Fólk getur skoðað fjölda sýninga. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir

Bryggjuball fer fram í kvöld við smábátahöfnina en áður en það hófst gæddu fjölmargir gestir sér á kjötsúpu. Í tilkynningu frá bæjarfélaginu segir að tónlistin muni í kvöld duna langt fram eftir nóttu. Fyrst á Heimatónleikum í gamla bænum en þaðan færist fjörið inn á skemmti- og veitingastaði bæjarins.

Fólk var ánægt með að fá kjötsúpu í suddanum síðdegis.
Fólk var ánægt með að fá kjötsúpu í suddanum síðdegis. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir

Hátíðin er fimm daga lista-og menningarveisla og er dagskráin þétt fram á sunnudagskvöld. 

Yngri kynslóðin fór á Ljósanæturskemmtun í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í gær og skellti sér síðan í sundlaugarpartý í sundmiðstöðinni á meðan þeir fullorðnu þræddu sýningar og spjölluðu við gesti og gangandi.

Erlendir ferðamenn nutu súpunnar.
Erlendir ferðamenn nutu súpunnar. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir
Frá sundlaugapartýi yngri kynslóðarinnar frá því í gær.
Frá sundlaugapartýi yngri kynslóðarinnar frá því í gær. Ljósmynd/Hilmar Bragi/Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert