Skoða alþjóðaflugvöll

Fjöldi íbúða er nú í smíðum í Árborg. Margir nýju …
Fjöldi íbúða er nú í smíðum í Árborg. Margir nýju íbúanna koma frá höfuðborgarsvæðinu mbl.is/Sigurður Bogi

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, segir sveitarfélagið munu skoða hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll á Árborgarsvæðinu af alvöru. Einkaaðilar hafi unnið að verkefninu undanfarið.

Hann segir höfnina í Þorlákshöfn geta styrkt nýjan flugvöll og öfugt. Þá myndi nýr flugvöllur styrkja ferðaþjónustuna á Suðurlandi og létta á Keflavíkurflugvelli. Íbúum Árborgar fjölgar hratt og áætlar sveitarfélagið að þeir verði jafnvel orðnir um 11 þúsund 2021.

„Ég held að á næstu 20 árum muni Árborg telja einhverja tugi þúsunda íbúa. Að við séum að stefna í kannski 30 þúsund íbúa á tímabilinu. Ég tel að við séum í góðu færi til þess að byggja upp borgarmenningu,“ segir Gísli Halldór í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag. Hann segir hraða fjölgun íbúa kalla á nýja innviði. Meðal annars þurfi að byggja nýja skóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert