Sjálfvirkni hafi áhrif á 80% starfa

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni …
Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni. Ljósmynd/Thinkstock

„Fullt af störfum mun leggjast af en sagan sýnir að það koma ný störf,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, viðskiptastjóri Origo. Að hans mati mun aukin sjálfvirkni og sjálfsafgreiðsla hafa áhrif á um 80% starfa.

Borið hefur á áhyggjum af því að mörg störf muni hverfa vegna tækniframfara og þá einkum sjálfvirkni en Snæbjörn gefur lítið fyrir þær áhyggjur og segir að fjöldi nýrra starfa muni skapast í staðinn. 

Á ráðstefnunni „Með puttann á púlsinum“ á vegum Skýs á Grand hóteli í morgun fór Snæbjörn með erindi með yfirskriftinni: „Hverjir eru að missa vinnuna?“ Þar var m.a. farið yfir ýmis störf sem eru líkleg til að hverfa en jafnframt þau sem eru að verða til.

Snæbjörn Ingi Ingólfsson.
Snæbjörn Ingi Ingólfsson. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfvirk þjónusta sífellt algengari

Afgreiðslustörf, störf í banka og móttöku eru líkleg til að bíða lægri hlut gegn sjálfvirkninni, að því er fram kom í erindi Snæbjarnar. „Við sjáum gríðarlega aukna sjálfvirkni í bönkum, t.d. í útibúi Arionbanka í Kringlunni,“ sagði hann. Fjöldi annarra dæma eru til, þar má nefna sjálfsafgreiðslu í Ikea, matvörubúðum og á McDonald's.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka  við munum sjá betri störf koma í staðinn, jafnvel betur borguð og mun áhugaverðari,“ segir Snæbjörn.

„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn.
„Sjálfvirkni eyðir störfum en getur skapað störf líka,“ segir Snæbjörn. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtæki gætu einnig sýnt sjálfvirkni í þjónustu aukinn áhuga vegna gagnasöfnunar sem er möguleg með henni. Með sjálfvirkni gætu fyrirtæki safnað gögnum um viðskiptavini og þannig kynnt sér neysluhegðun þeirra, að því er fram kemur í erindi Snæbjörns. Sjálfvirknin gæti þá einnig bætt þjónustu og aukið tekjur um leið.

Mun störfum fjölga í takt við fólksfjölgun? 

„Fólki í heiminum er enn að fjölga og ef við horfum á það mynstur þá verður alltaf til vinna fyrir gott fólk. Ef maður ber sig vel eftir þá fær maður vinnu og ef hún er ekki til þá skapar maður hana sjálfur. Einhver gerðist svo grófur að segja að 400 milljón störf hyrfu en í staðinn fengjum við 500 milljón ný störf. Ég held klárlega að það muni verða ný störf og svo mun fólki kannski fjölga í þeim störfum sem eru til fyrir,“ segir Snæbjörn.

„Það er náttúrlega erfitt að segja til um hversu mörg störf munu skapast í framtíðinni en það er gaman að fabúlera um það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert