Ísland styður á þriðja tug þvingana

Ísland hefur tekið þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 …
Ísland hefur tekið þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 en alls eru aðgerðirnar hátt í 30 og er þeim m.a. beint gegn al-Qaeda. AFP

Íslendingar eiga í þvingunaraðgerðum gagnvart 27 ríkjum auk vígasamtaka. Aðgerðir þessar eru ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsríki í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis.

Ríkin sem um ræðir eru m.a. Afganistan, Norður-Kórea, Hvíta-Rússland, Bosnía-Hersegóvína og Rússland.

Í umfjöllun um aðgerðir þessar í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að flestar þvingunaraðgerðir snúast um vopnasölubann, frystingu fjármuna og ferðabann. Einnig eru dæmi um annars konar aðgerðir, s.s. bann við olíukaupum og sölu á lúxusvörum, en markmiðið er einkum að viðhalda friði og öryggi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert