Funduðu um stöðu WOW air um helgina

Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli.
Þota WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar stjórnvalda funduðu nú um helgina vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan úr stjórnarráðinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins róa nú að því öllum árum að tryggja að lágmarki 50 milljóna dollara fjármögnun til handa starfseminni. Jafngildir sú upphæð 5,6 milljörðum króna.

Líkt og fram kom í fjölmiðlum nýlega vinna fulltrúar fjögurra ráðuneyta að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra fyrirtækja. Eru það fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og samgönguráðuneyti.

Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Sigtryggi Magnasyni, aðstoðarmanni samgönguráðherra, um hvort fulltrúar fyrrgreindra ráðuneyta hefðu setið fundina um helgina. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta að þessir fundir hefðu farið fram. Fyrrnefndir heimildamenn Morgunblaðsins segja að stjórnvöld vænti fregna af skuldabréfaútgáfu WOW air á morgun, þriðjudag. ses@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert