Samfylkingin með tæplega 20% fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins, en Samfylkingin er næst …
Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins, en Samfylkingin er næst stærst samkvæmt síðustu könnun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú 19,8% og hefur aukist um rúmlega þrjú prósentustig frá því í síðasta mánuði. Þá hefur stuðningur við Vinstri græn aukist úr 8,8% í 11,1% og við Miðflokkinn úr 10,3% í 10,8%. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn, Pírata, Framsóknarflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins hefur hins vegar dalað.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 41,1% og lækkaði um 0,6 prósentustig milli mánaða. Þetta kemur frá í nýrri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka sem birt var í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka með 21,3%, en var í síðasta mánuði með 22,1%. Samfylkingin fer úr 16,6% í 19,8% milli mánaða og er hástökkvari þessa mánaðar. Fylgi Pírata stendur að mestu í stað, en flokkurinn fer úr 13,4% í 13,2% fylgi.

Könnunin var framkvæmd 7.-12. september og var heildarfjöldi svarenda 953 einstaklingar 18 ára og eldri. 

Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar og þróun yfir lengra tímabil á vefsíðu MMR. Þá er einnig hægt að skoða vikmörk hvers flokks fyrir sig þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert