Auka hernaðarumsvif sín

Þörf er talin á auknum varnarviðbúnaði NATO á Grænlandi.
Þörf er talin á auknum varnarviðbúnaði NATO á Grænlandi.

Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum.

Þetta segir Sveinn H. Guðmarsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hann segir jafnframt að áformin hafi engin áhrif á umsvif bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, en þar á að byggja stórt flugskýli og viðhaldsstöð fyrir kafbátaleitarflugvélar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins segir að áhugi sé á því að fjárfesta á Grænlandi í því skyni að stuðla að auknu svigrúmi Bandaríkjahers til þess að grípa til aðgerða og afla upplýsinga um stöðu mála innan þess með það fyrir augum að geta brugðist við breyttri stöðu öryggismála á norðurslóðum. Vilji sé til þess að setja mikla fjármuni í slíkar fjárfestingar á Grænlandi. Þar á meðal fjárfestingar sem nýtist bæði til varnarmála og borgaralegrar starfsemi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert