Minntist á málþing um dánaraðstoð

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. mbl.is/​Hari

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.

Hún lagði fram spurninguna um hvort dánaraðstoð sé réttlætanleg þegar fólk glímir við langvarandi og ólæknandi sjúkdóma. Talaði hún um réttinn til lífs og réttinn til að deyja.

„Þetta er mikilvæg spurning og mikilvæg umræða,“ sagði hún og kvaðst vona að þingsályktunartillaga Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um dánaraðstoð nái fram að ganga á þessu þingi.

Þórhildur Sunna minntist jafnframt á málþing sem verður haldið á föstudaginn á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands þar sem hún ásamt sérfræðingum í dánaraðstoð í Hollandi og Belgíu mun ræða um málefnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert