Þarf að borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

Tugir manna hafa atvinnu af sölu rafrettna og áfyllinga fyrir …
Tugir manna hafa atvinnu af sölu rafrettna og áfyllinga fyrir þær. Þolum ekki að óhóflegt leyfisgjald sé lagt á vörurnar, segir kaupmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi.

„Við þurfum að borga 75 þúsund krónur fyrir hvert vörunúmer og við vitum ekki einu sinni hvort það er með virðisaukaskatti eða án hans. Ef ég ætlaði að halda því vöruúrvali sem ég hef núna þyrfti ég að punga út 110-120 milljónum króna. Ef ég minnka það og ákveð að hafa bara sómasamlegt úrval þyrfti ég samt að borga um 60 milljónir króna. Þetta er heilt raðhús sem við þurfum að leggja út fyrir bara til að halda búðinni.“

Þetta segir Snorri Guðmundsson, eigandi Polo Vape Shop á Bústaðavegi, í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert