Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

Áfanga hefur verið náð í Dýrafjarðargöngum.
Áfanga hefur verið náð í Dýrafjarðargöngum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan.“

Þannig segir í frétt um framgang verksins á vef Vegagerðarinnar. „Búið er að sprengja 69 prósent ganganna eða nánast alveg upp á hábunguna, alls 3.658 metra,“ segir einnig í fréttinni.

Um kl 17 sl. laugardag sprengdi verktakinn síðustu færuna í göngunum Arnarfjarðarmegin og var slegið til mikillar matarveislu um kvöldið. Fram kemur að starfsmenn verktaka voru að vonum glaðir og ánægðir með áfangann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert