Felldi þrjú dýr á mínútu

Harpa Þórðar, Guðrún Hafberg og Bára Einars hér vígalegar með …
Harpa Þórðar, Guðrún Hafberg og Bára Einars hér vígalegar með bráðina á gæsaveiðisvæðinu á Melum. Og að sjálfsögðu klikka þær ekki á rauða varalitnum. Mynd/aðsend

Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim. Þær eru saman í veiðifélaginu T&T International, þar sem mikið er lagt upp úr þema og stíl í veiðinni, en útgangspunkturinn er ávallt varaliturinn. Rauði varaliturinn sem dugir allan daginn fyrir útivistina og þær höfðu mikið fyrir að finna. 

„Ég hef aldrei séð þetta gert áður“

Eftir skotfimi æfingarnar er Bára eðlilega orðin svolítið hittin. Það nýttist henni heldur betur í fyrsta veiðitúrnum til Eistlands. Hún var óörugg um að kunna ekki til verka þegar út í skóginn var komið en hlutirnir gerðust hratt. „Ég sé dýr og stoppa ]fararstjórann] af með hendinni. Svo tók ég bara riffillinn og skaut þrjú dýr,“ útskýrir Bára og bætir því við að fararstjórinn hafi staðið alveg stjarfur. Hún hafi því hugsað mér sér að hún hafi sennilega bara mátt fella eitt dýr. Það var þó ekki tilfellið. „Ég hef bara aldrei séð þetta gert áður,“ sagði fararstjórinn loksins hissa eftir að hafa horft á Báru fella þrjú dýr með skoti beint í hjartað. Á innan við mínútu. 

Heltekin af veiðinni 

„Þetta tekur yfir lífið,“ útskýrir Harpa þegar hún lýsir tilfinningunni við að fella dýr. Hún minnist einnar ferðar til Grænlands þar sem hún felldi hreindýr. Ekki að hún hafi ekki fellt hreindýr áður, en þetta hafi verið af þeirri stærð sem hún hafði aldrei séð. Hún segir margt þurfa að ganga upp til að veiðin heppnist. „Og þegar maður nær að fella dýrið á hreinlegan hátt þá endurlifir maður það,“ útskýrir Harpa þegar hún lýsir því hvað sé spennandi við veiðina almennt. Sem dæmi hafi hún endurlifað veiðina á Grænlandi aftur og aftur, „örugglega svona þrjátíu sinnum á dag í átta mánuði þá hugsaði ég um þetta.“ 

Veiða með „skotheldan“ rauðan varalit

Það er ekki auðsótt að halda sér fínum og vel förðuðum í alls kyns veðri í útivistinni. Þær stöllur hafa þó tekið upp þann sið að vera alltaf með rauðan fallegan varalit á sér frá morgni til kvölds í veiðinni. Það er skylda. Sá varalitur er þó ekki auðfundinn líkt og konur vita, en þær versla ákveðna tegund sem heldur frá morgni til kvölds í ákveðinni búð ýmist í Bandaríkjunum eða Evrópu. Mikil vinna hefur verið lögð í að finna þennan eina sanna varalit, sem í raun mætti því kalla skotheldan varalit sem hentar tilefninu og hópnum.

Þær eru ekkert að grínast, allar ferðir þarf að undirbúa vel og hafa þær keyrt ólík þemu í ferðum sínum um heiminn og hér heima. Þær fá ekki samviskubit þegar bráðin er drepin enda er veitt til matar líkt og þær svara í kór í viðtalinu sem má nálgast hér að neðan. 

Hér er hluti af veiðifélaginu T&T International á veiðum í …
Hér er hluti af veiðifélaginu T&T International á veiðum í Eistlandi. Ljósmynd/Aðsend
María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir og Harpa Þórðar hér með …
María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir og Harpa Þórðar hér með elginn sem þær veiddu í Eistlandi. Mynd/aðsend
Bára Einarsdóttir hefur keppt á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í …
Bára Einarsdóttir hefur keppt á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli. Hér í Eistlandi að veiða elgi og rádýr. Mynd/aðsend
Harpa Hlín Þórðardóttir á og rekur Iceland Outfitters. Hér er …
Harpa Hlín Þórðardóttir á og rekur Iceland Outfitters. Hér er hún stödd í Eistlandi að veiða elgi og rádýr ásamt félögum í T&T International veiðiklúbbnum sem hún stofnaði og allar konur með áhuga á veiði eru velkomnar í. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert