Yngri bursta tennurnar sjaldnar

Stuðningsfólk Vinstri grænna (82%), Viðreisnar (81%) og Sjálfstæðisflokksins (80%) var …
Stuðningsfólk Vinstri grænna (82%), Viðreisnar (81%) og Sjálfstæðisflokksins (80%) var líklegast til að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Ljósmynd/Thinkstock

Fjórðungur Íslendinga burstar tennurnar einu sinni á dag og eru konur líklegri en karlar til þess að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á því hversu oft Íslendingar bursta tennurnar á hverjum degi.

63% þeirra 911 sem svöruðu könnuninni bursta tennurnar tvisvar á dag. Fjórðungur kveðst bursta tennurnar daglega, en 7% svarenda bursta þrisvar á dag eða oftar. Fjögur prósent bursta tennurnar sjaldnar en daglega.

Fimmtungur kvenna kvaðst bursta tennurnar einu sinni á dag, en 31% karla. 79% kvenna bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar, en 62% karla kváðust bursta tvisvar á dag eða oftar.

Svarendur 68 ára og eldri voru líklegastir til að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar, 81%, en hlutfallið fór minnkandi með lækkuðum aldri.

Þá kvaðst 80% háskólamenntaðs fólks bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar, til samanburðar við 73% þeirra sem lokið höfðu framhaldsskóla og 55% þeirra með grunnskólamenntun.

Hvað stjórnmálaflokkana varðar var stuðningsfólk Vinstri grænna (82%), Viðreisnar (81%) og Sjálfstæðisflokksins (80%) líklegast til að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Stuðningsfólk Flokks fólksins (14%) var líklegast til að bursta tennurnar sjaldnar en daglega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert