Sparaði sér 226.000 kílómetra akstur

Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöngin við táknræna athöfn við nyrðri munna …
Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöngin við táknræna athöfn við nyrðri munna ganganna á sunnudag. Fjölmargir gestir voru viðstaddir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstaðan er því augljós, að bættar samgöngur styrkja byggðirnar og þrátt fyrir veggjald getur orðið verulegur ávinningur og sparnaður.“ Þetta sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, í ræðu sem hann flutti á sunnudaginn, þegar hann afhenti Sigurði Inga Jóhannssyni, fyrir hönd ríkisins, Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar.

Í ræðu sinni vitnaði Gísli í Jón Pálma Pálsson, fyrrverandi bæjarritara á Akranesi, sem setti færslu á samfélagsmiðlana. Jón Pálmi hefur haldið skrá yfir allar sínar ferðir síðustu 20 ár og uppgjör hans leiðir í ljós að á síðustu 20 árum hefur hann farið 3.776 ferðir um göngin og greitt fyrir þær alls 1.043.772 krónur.

„Það sem má bæta inn í dæmið er að hefði viðkomandi farið allar þessar ferðir fyrir Hvalfjörð hefði hann þurft að bæta við sig 60 kílómetrum á hverja ferð og því hefði hann ekið til viðbótar um 226.000 kílómetra – sem hefði væntanlega kostað hann nýjan bíl og kostnað langt umfram veggjaldið,“ segir Gísli í fréttskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er krónur 110,00 pr. km og því er hér um að ræða tæpar 25 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert