Einar ráðinn þjóðgarðsvörður

Einar Á. E. Sæmundssen á Þingvöllum.
Einar Á. E. Sæmundssen á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi

Þingvallanefnd ákvað á fundi sínum í dag að ráða Einar Á. E. Sæmundssen í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Í fundargerð nefndarinnar segir að gengið verði til samninga við Einar, sem var gengt hefur embættinu síðasta árið.

Til starfsins naut Einar stuðning þingmanna stjórnarliðsins í Þingvallanefnd, þeirra Ara Trausta Guðmundsssonar, sem er formaður, Vilhjálms Árnasonar, Páls Magnússonar og Líneikar Önnu Sævarsdóttur. Valið stóð annars milli Einars og Ólínu Þorvarðardóttur.  Hún naut stuðning Oddnýjar G. Harðardóttur, Hönnu Katrínar Friðrikssen og  Karls Gauta Hjaltasonar, sem öll eru í stjórnarandstöðunni.

Ein­ar Á.E. Sæ­mundsen er land­fræðing­ur og lands­lags­arki­tekt að mennt. Hann hef­ur starfað sem fræðslu­full­trúi þjóðgarðsins frá 2001 og vann meðal annars að skipu­lagningu fræðslu­starfs á Þing­völl­um. Hann hef­ur jafn­framt haft um­sjón með sinnt ýmsu sem viðvík­ur því að Þing­vell­ir eru á heimsminja­skrá UNESCO.

Ólína er ósátt

Í stöðufærslu á Facebook nú í kvöld lýsir Ólína Þorvarðardóttir miklum vonbrigðum með að hafa ekki fengið starfið. Bendir hún í því sambandi í menntun sína, það er doktorspróf í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum, og stjórnunarreynslu auk margvíslegrar reynslu annarar sem hún taldi falla vel að skilyrðum sem auglýst voru fyrir starfinu. 

„Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oftar, er að vera komin yfir fimmtugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþingismaður,“ segir Ólína.  

Uppfært klukkan 21:30: Mbl.is hafði samband við Ara Trausta Guðmundsson, formann Þingvallanefndar. Hann sagði skriflegan rökstuðning nefndarinnar fyrir ráðningu Einars í vinnslu og að væntanlega verði hann gerður opinber um helgina. Að svo stöddu vildi hann ekki tjá sig nánar um málið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert