Bóka um vetnisvagna Strætó bs.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gera athugasemdir við þátttöku Strætó bs. í vetnisverkefni ESB.

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undirritaði viljayfirlýsingu um þátttöku á sl. ári, skv. heimild stjórnar. Inntak verkefnisins er að fjölga vetnisvögnum svo framleiðslukostnaður lækki.

Í fundargerð stjórnar Strætó segir að skoða þurfi hvernig kolefnislausir orkugjafar reynist. Því var framkvæmdastjóra heimilað að halda áfram með verkefnið og undirbúa útboð um vagnakap. Fulltrúi Kópavogs sat hjá við afgreiðslu málsins. Um þetta segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans að ekki sé full samstaða innan stjórnar Strætó bs. um vetnisverkefni. Nýlega sé byrjað að nota rafmagnsvagna og áhugi sé á að nýta metan. Áhyggjuefni sé að þegar tekjuáætlanir Strætó bregðist sé farið í tilraunaverkefni með tilheyrandi kostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert