Viðvarandi njósnastarfsemi er hér á landi

Aðeins brotabrot er enn til af njósnatækjunum, sem fundust í …
Aðeins brotabrot er enn til af njósnatækjunum, sem fundust í Kleifarvatni í september 1973, þ. á m. þessi móttakari, sem var sérsmíðaður til njósna. Hann er nú geymdur á minjasafni lögreglunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það er mat GRD [greiningardeildar Ríkislögreglustjóra] að erlend ríki stundi njósnir á Íslandi með svipuðum hætti og í öðrum ríkjum. Njósnastarfsemin hér á landi telst viðvarandi.“ Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Hammer Gylfasonar, setts aðstoðaryfirlögregluþjóns við greiningardeild Ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Greiningardeild hefur gefið út áhættumat vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, hryðjuverka og álags á landamærum. Hins vegar hefur deildin ekki gefið út opinberlega sérstakt áhættu- og ógnarmat er snýr að njósnum.

Að undanförnu hafa í nágrannalöndum Íslands komið upp ýmis mál er snúa að njósnum erlendra ríkja, en slík mál hafa ekki komið upp hér á landi. Við spurningu um hvort embætti ríkislögreglustjóra hafi tök á að sinna málaflokknum ef litið er til fjölda starfsmanna, sérþekkingar á þessu sviði og gildandi lagaheimilda, svarar Gylfi í Morgunblaðinu í dag, að „það sé ljóst að lögreglan þarf hverju sinni að forgangsraða verkefnum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert