Tímamót í sögu Landspítala

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og …
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra vopnuð pálum. Ljósmynd/Eva Björk

Framkvæmdir við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut hófust í dag þegar ráðherrar, fulltrúar félaga og stofnana tóku fyrstu skóflustungu nýs meðferðarkjarna. Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu og verður á sex hæðum auk tveggja hæða kjallara.

Ráðafólk í heilbrigðisgeiranum var flest sammála um að dagurinn í dag markaði tímamót í sögu Landspítalans og sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að nýtt sjúkrahús muni gerbylta allri aðstöðu fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild, ekki síst fyrir sjúklinga, starfsmenn og aðstandendur, að því er segir í tilkynningu.

Svandís Svavarsdóttir sagði uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar.
Svandís Svavarsdóttir sagði uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Ljósmynd/Eva Björk

„Þakklæti efst í huga“

„Þetta eru stærstu tímamót í sögu Landspítala frá því að Landspítali reis fyrst hér við Hringbraut fyrir tilstilli íslenskra kvenna. Mér er efst í huga þakklæti fyrir elju þeirra sem hafa barist fyrir verkefninu í áratugi og þeirra sem nú fylgja því úr hlaði. Uppbygging Landspítalaþorpsins flýgur áfram, enda nýtur verkefnið mikilvægs stuðnings stjórnvalda og Landspítali velvilja þjóðarinnar allrar. Til hamingju við öll,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, af þessu tilefni.

Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tekinn í notkun árið 2024 og er hugsaður út frá starfsemi bráða- og háskólasjúkrahúss. Þá mun byggingin tengjast öðrum starfseiningum Landspítala með tengigöngum og tengibrúm.

Allir lögðu hönd á plóg við fyrstu skóflustunguathöfnina í dag.
Allir lögðu hönd á plóg við fyrstu skóflustunguathöfnina í dag. Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert