Samstaða og kraftur við þingslit

Drífa Snædal, nýkjörin forseti ASÍ, sleit 43. þingi sambandsins síðdegis.
Drífa Snædal, nýkjörin forseti ASÍ, sleit 43. þingi sambandsins síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var falleg stund þegar þinginu var slitið. Fyrrverandi forseta og varaforsetum var þakkað fyrir vel unnin störf og allur salurinn reis á fætur í dynjandi lófataki,“ segir Snorri Már Skúlason, upplýsingafulltrúi ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson, fráfarandi forseti ASÍ, setti 43. þing sambandsins á miðvikudag og var því formlega slitið á sjötta tímanum. Á þinginu var kosið um nýja forystu sambandsins og segir Snorri að langt sé síðan jafn mikil endurnýjun hafi átt sér stað í forystu sambandsins.

Kosið var um for­seta, tvo vara­for­seta og tólf full­trúa, auk vara­manna í miðstjórn ASÍ til næstu tveggja ára. Drífa Snæ­dal, Vil­hjálm­ur Birg­is­son og Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son voru kjör­in í þrjú æðstu embætti ASÍ.

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, Drífa Snæ­dal og Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son voru kjör­in …
Vil­hjálm­ur Birg­is­son, Drífa Snæ­dal og Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son voru kjör­in í þrjú æðstu embætti ASÍ á þingi sambandsins sem lauk í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Drífa Snæ­dal sagði í samtali við mbl.is stuttu eftir að úrslit lágu fyrir að hún væri að taka við starf­inu á vanda­söm­um tíma­punkti þar sem erfiðar kjaraviðræður væru fram und­an og orðræðan sem hefði ein­kennt upp­takt­inn að viðræðunum væri hluti af eðli­leg­um kröf­um verka­lýðsfé­lag­anna. „Rót­tækni er hress­andi, sér­stak­lega í verka­lýðsbar­áttu,“ sagði Drífa.

Auk kosninga í stjórn voru sex ályktanir og stefnur afgreiddar á þinginu. Ályktun um kvennafrí, stefna um tekjuskiptingu og jöfnuð, stefna um húsnæðismál, stefna um heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfið, stefna um jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs og stefna um tækniþróun og skipulag vinnunnar fóru í gegnum umræðu á þinginu og voru að því loknu afgreiddar.

Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, sá um að slíta þinginu og var henni og nýkjörnum varaforsetum fagnað. „Það var samstaða og kraftur í þingslitunum,“ segir Snorri. Þá segir hann mikinn baráttuhug og samstöðu vera meðal þeirra sem sóttu þingið.  

Baráttuhugur og samstaða var meðal þeirra sem sóttu 43. þing …
Baráttuhugur og samstaða var meðal þeirra sem sóttu 43. þing ASÍ í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert