Heildarlausn í stað bútasaums

Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærmorgun.
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærmorgun. mbl.is/Árni Sæberg

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir lengi hafa verið bent á hve brýnt sé að gera úrbætur á Reykjanesbraut og að svo tíð alvarleg slys, líkt og varð í gærmorgun, séu ólíðandi.

„Við erum ánægð með að loksins eigi að fara í að tvöfalda þennan kafla á milli Krísuvíkurvegar og Kaldárselsvegar, en samkvæmt framkvæmdaáætlun á að ráðast í það á næsta ári,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.

Rósa vill sjá tvöföldunarframkvæmdum lokið innan nokkurra ára.
Rósa vill sjá tvöföldunarframkvæmdum lokið innan nokkurra ára. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Engu að síður viljum við sjá heildarlausn í stað þessa sífellda bútasaums á Reykjanesbrautinni. Umferðarþunginn er orðinn gríðarlegur og þetta þolir enga bið. Nú er gert ráð fyrir því að þetta verði fullklárað á tíu til fimmtán árum, en við viljum sjá framkvæmdum flýtt þannig að tvöföldun verði lokið innan fárra ára.“

Rósa segir úrlausnarefni hvernig eigi að fjármagna framkvæmdir en að allir sem að komi hljóti að vera opnir fyrir því að skoða allar mögulegar leiðir.

„Þessi tíðu slys segja allt sem segja þarf og þeim verður að linna. Við verðum að gera allt hvað við getum til þess.“

Reykjanesbraut er einföld á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar.
Reykjanesbraut er einföld á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert