Hakakrossar teiknaðir á húsnæði ASÍ

Lögregla á vettvangi í dag.
Lögregla á vettvangi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Lögregla var kölluð til vegna eignaspjalla á húsnæði ASÍ, Eflingar og Gildis-lífeyrissjóðs í Guðrúnartúni í dag. Þar höfðu hakakrossar verið teiknaðir á veggi hússins, líkt og sést á ljósmynd sem mbl.is fékk senda frá vegfaranda. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir að málið sé í rannsókn. 

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segist hafa talið fimm hakakrossa á suðurhlið hússins. Starfsfólk varð þeirra vart við lok vinnudags í gær en lögregla var kölluð til í morgun.

„Okkur fannst rétt að tilkynna þetta,“ segir Viðar í samtali við mbl.is. Aðspurður hvort hann telji skemmdarverkið tengjast átökum innan verkalýðshreyfingarinnar segist Viðar eiga erfitt með að ímynda sér það.

„Efling fordæmir haturstjáningu sem felur í sér ógnandi skilaboð, sama hvert tilefnið er og hvar það er gert.“

Hakakross hafði verið teiknaður á eins konar gluggakarm.
Hakakross hafði verið teiknaður á eins konar gluggakarm. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert