Ýmsir beðist fyrirgefningar

Ýmsir aðilar sem tóku þátt í Landsréttarmálinu hafi komið til …
Ýmsir aðilar sem tóku þátt í Landsréttarmálinu hafi komið til Geirs og beðist fyrirgefningar, bæði beint og óbeint. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég ætla ekki að eyða þeim dýrmæta tíma sem eftir er í að bera kala til fólks. Ég vil nú ekki vera það stór upp á mig að segja ég sé yfir það hafinn en ég bara ætla ekki að gera það,“ segir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsætisráðherra, í viðtali fyrir GLS-leiðtogaráðstefnuna sem hefst í dag.

„Í þessum réttarhöldum voru bornar fram ásakanir á mig, sem hefðu getað endað með því að ég færi í fangelsi, sem voru að mínum dómi fjarri öllu lagi og fullkomlega út í hött eins og dómstólinn komst reyndar að raun um, fyrir utan eitt formsatriði,“ bætir Geir við.

GLS-ráðstefnan, eða Global Leadership Summit, hefst í dag og er þetta 10 ára afmælisráðstefna hátíðarinnar. Fer ráðstefnan fram í Háskólabíói og verður viðtalið við Geir meðal annars spilað þar sem hann fer yfir hvernig var að takast á við að vera leiðtogi á tímum hrunsins.

Í viðtalinu sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag, segir Geir að réttarhöldin í Landsdómi hafi verið hrakför sem aldrei hefði átt að leggja af stað í.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert