Ráðherrabílar verða rafvæddir

Ráðherrabílar fyrir framan Stjórnarráðið.
Ráðherrabílar fyrir framan Stjórnarráðið. mbl.is/Sigurður Bogi

Ákveðið hefur verið að rafvæða allar ráðherrabifreiðar, samkvæmt tillögu forsætisráðherra sem var samþykkt í ríkisstjórn í morgun.

Er það í samræmi við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, að því er segir í tilkynningu.

Samþykkt var að hefja þegar undirbúning að útboðum í takt við þróun rafbíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öllum ráðherrabifreiðum á næstu árum með það að markmiði að að þeim tíma liðnum verði allar ráðherrabifreiðar knúnar rafmagni.

Þegar hafa verið settar upp rafhleðslustöðvar á bílastæði forsætisráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stefnt er að uppsetningu slíkra stöðva á bílastæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum, samkvæmt tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert