Veikindadagar Dags ekki fleiri í bili

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn aftur úr veikindum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn aftur úr veikindum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn aftur á skrið. Hann fékk sýkingu í október sem hann var viðkvæmur fyrir vegna ónæmisbælandi lyfja sem hann er á. Þá tók hann sér leyfi. Hann er nú mættur í fjölmiðla og gerir hreint fyrir sínum dyrum.

Dagur var í forsíðuviðtali í Mannlífi á föstudaginn. Svo var hann í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Þessi tvö viðtöl voru efnislega hér um bil hið sama: braggablús í forgrunni en annað reifað svo sem ný fjárhagsáætlun borgarinnar, Orkuveitan og Félagsbústaðir.

Fjárhagsáætlun þessi reiknar með nokkrum afgangi, upp á 3,6 milljarða. Þó eru nokkrar lántökur fyrirhugaðar, eins og sumir hafa gagnrýnt, og spurður út í það sagði Dagur að borgin væri á leiðinni inn í mesta fjárfestinga- og framkvæmdaskeið og eðlilega væri hluti þess tekinn að láni.

Kastaði sér ekki á sverðið heldur gekkst bara við ábyrgð

Svör Dags við umræðunni um braggann hafa lítt breyst: hann kveðst líta þetta alvarlegum augum og segir borgina ekki eiga að venjast þessu en telur borgina samt geta dregið lærdóm af þessu. „Þannig er reksturinn eins og lífið: maður ræður ekki alltaf hvað gerist, heldur bara hvernig maður bregst við.“

með því að játa mistök sín. Dagur tekur fyrir það. „Hann er bara að gangast við ábyrgð.“

Kallar önnur sveitarfélög til ábyrgðar en lofar framkvæmdum

Þá voru félagsíbúðir og leigumarkaðurinn almennt ræddur í Víglínunni og loks sett í skýrt samhengi við þá allmiklu ábyrgð sem borgin ber í samanburði við önnur sveitarfélög. Reykjavíkurborg sem sveitarfélag kemur sem dæmi að rekstri margfalt fleiri félagslegra íbúða en önnur sveitarfélög.

Þetta sagði Dagur að þyrfti að komast jafnvægi á. Hann sagði önnur sveitarfélög líka móttækileg fyrir athugasemdum á þessa leið frá honum. „Þau eru ekki viðkvæm fyrir þessum málflutningi, eða neikvæð. Við verðum bara öll að leggjast á eitt.“ Síðar sagði hann að það þurfi að hlúa að „öllum á leigumarkaði“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert