Margir lesa á íslensku sér til gamans

mbl.is/Styrmir Kári

Nær helmingur landsmanna sagðist að jafnaði lesa sér til gamans í hverri viku samkvæmt nýjustu könnun MMR á lestrarvenjum, eða 42%. 68% svarenda kváðust hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði.

Aðeins 16% landsmanna sögðust lesa bækur daglega, en 19% sjaldnar en mánaðarlega og 25% kváðust ekki hafa lesið sér til skemmtunar á síðustu tólf mánuðum.

Konur voru líklegri en karlar til þess að hafa lesið bækur á íslensku sér til skemmtunar, 74% á móti 62%, og kváðust 48% kvenna lesa vikulega eða oftar, til samanburðar við 36% karla.

Lestur jókst með aldri þátttakenda, en 31% svarenda í aldurshópnum 18 til 29 ára kvaðst ekki hafa lesið bækur síðustu tólf mánuði. Þá kváðust 24% sama aldurshóps lesa sjaldnar en mánaðarlega að jafnaði.

Stuðningsfólk Vinstri grænna (88%) var líklegast til að lesa bækur á íslensku sér til skemmtunar, en stuðningsfólk Flokks fólksins og Miðflokksins, 37% og 31%, var líklegast til að segjast ekki hafa lesið bækur sér til skemmtunar síðustu tólf mánuði.

Lestur jókst með aukinni menntun og hærri heimilistekjum, en könnunin var framkvæmd dagana 8. til 12. nóvember 2018 og var heildarfjöldi svarenda 1048 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert