Sigurður og Skúli ræddu stöðuna

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Eggert

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu – og sveitarstjórnarráðherra, fundaði með Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í ráðuneytinu í dag. „Þetta var fundur til að fara aðeins yfir stöðuna. Hún hefur verið býsna fjölbreytileg síðustu daga. Við vorum skiptast á stöðuupplýsingum,“ segir Sigurður Ingi. Vísir greindi fyrst frá fundinum.

„Það er eðlilegt að ráðherra samgöngumála hitti forstjóra félags sem er búinn að vera talsvert í vindinum síðustu daga.“

Hann bætir við að örar breytingar hafi verið í íslenskum flugrekstri á stuttum tíma. „Þarna virðist vera kominn fram nokkuð öflugur aðili,“ segir hann um Indigo Partners en tekur fram að málin eigi eftir að skýrast betur á næstu dögum og vikum.

Annar fundur með Skúla er ekki fyrirhugaður að svo stöddu en Sigurður Ingi segir að stjórnvöld muni áfram fylgjast náið með stöðu mála.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert