Fullvalda ríki í eina öld

Nemendur Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni fullveldisdagsins. …
Nemendur Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni fullveldisdagsins. Í dag er horft um öxl en einnig fram á veg. mbl.is/Árni Sæberg

Nemendur í Smáraskóla í Kópavogi skreyttu skólann sinn í tilefni af afmæli fullveldis Íslands. Heill veggur var m.a. helgaður forsetum Íslands frá upphafi. Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri segir að þau haldi upp á fullveldisdaginn á hverju ári.

Meira var lagt í undirbúning nú í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Nemendur vinna verkefni og setja upp sýningu. Foreldrum er síðan boðið að skoða afraksturinn.

Á aldarafmæli fullveldisins er horft um öxl, en einnig litið fram á veg. Hátíðarhöld í tilefni afmælisins hafa verið lungann úr árinu en ná hámarki í dag, á sjálfan fullveldisdaginn. Hátíðarsamkomur, -sýningar og -fundir eru víða um land eins og sjá má á vefsíðunni fullveldi1918.is.

Fullveldishátíð verður sett við Stjórnarráðshúsið í dag klukkan 13 og mun Ríkissjónvarpið senda beint út frá athöfninni. Opið hús verður á Alþingi frá kl. 13.30 og boðið er upp á fjölda sýninga, tónleika og fundi.

Með Morgunblaðinu í dag fylgir 48 síðna sérblað, Fullveldi Íslands 1918-2018, þar sem þessa áfanga er minnst með ýmsum hætti. Meðal annars er rætt við Guðna Th. Jóhannesson, forseta lýðveldisins, um þýðingu fullveldisins, auk þess sem leitað var til bæði formanna stjórnmálaflokkanna og nokkurra valinkunnra einstaklinga. Þá er einnig fjallað um nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna, auk þess sem greint er frá helstu viðburðum ársins 1918, aðdraganda fullveldisstofnunar og hátíðarhaldanna 1. desember 1918.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert