Una María og Jón Þór á þing

mbl.is/Þorsteinn Friðrik

Una María Óskarsdóttir er fyrsti varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi og samkvæmt færslu á Facebook á hún að mæta til þingstarfa á mánudag í stað Gunnars Braga Sveinssonar.

Jón Þór Þorvaldsson, flugstjóri hjá Icelandair, er einnig væntanlega á leið á Alþingi á mánudag í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Bergþór Ólason sendi frá sér til­kynn­ingu í gær  þar sem hann seg­ist hafa ákveðið að taka sér leyfi frá þing­störf­um. Hann ætli sér að líta í speg­il og taka sjálf­an sig til gagn­rýn­inn­ar end­ur­skoðunar.

Gunn­ar Bragi Sveins­son sendi einnig frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem hann seg­ist hafa sýnt mikið dómgreind­ar­leysi á barn­um Klaustri. Málið hafi verið sér mikið áfall og það muni taka hann tíma til að vinna úr því með vin­um og fjöl­skyldu.

Una María Óskarsdóttir.
Una María Óskarsdóttir.
Jón Þór Þorvaldsson.
Jón Þór Þorvaldsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert