Ástand varaflugvallanna óboðlegt

Egilsstaðaflugvöllur umkringdur flóðvatni. Náttúruöflin minna reglulega á sig á Íslandi.
Egilsstaðaflugvöllur umkringdur flóðvatni. Náttúruöflin minna reglulega á sig á Íslandi. mbl.is/RAX

Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur áherslu á uppbyggingu varaflugvalla. Með skýrslu hópsins fylgja nokkrar umsagnir um stöðuna frá haghöfum í fluginu.

Fram kemur í umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að hinn 2. apríl sl. skapaðist „nokkuð alvarlegt ástand þegar sjö flugvélar þurftu að hverfa frá Keflavíkurflugvelli, ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum“.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar FÍA, rifjar þetta upp í fréttaskýringu um flugvallaröryggi í Morgunblaðinu í dag. „Það var mikil snjókoma í Keflavík sem varð þess valdandi að þessi atburðarás fór af stað að vélar fóru til varaflugvalla. Eldsneytisforði flugvélar er ákvarðaður þannig að hann dugi á áfangastað og á varaflugvöll og svo er varaeldsneyti til viðbótar. Þá bæta flugmenn gjarnan við aukaeldsneyti, sem bætist við varaeldsneytið, ef veður eða annað gefur tilefni til, 10-30 mínútna forða.

Tankarnir eru ekki fylltir dags daglega. Þessi viðmið eru reiknuð út frá þyngd vélarinnar, veðurfari og afkastagetu. Þetta er allt í samræmi við flugrekstrarreglugerð og alþjóðlegar kröfur. Almenna viðmiðið er að varaeldsneytið sé hálftíma forði. Það er síðasti sopinn, ef svo má segja, sem við megum ekki snerta á,“ segir Ingvar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert