Fjölbreytt aðstoð veitt fyrir jólin

Jón Elíasson steypir útikerti sem seld eru til ágóða fyrir …
Jón Elíasson steypir útikerti sem seld eru til ágóða fyrir matarsjóð Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/​Hari

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthlutar aðstoð að verðmæti hátt í 30 milljónir króna fyrir þessi jól. Borist hafa um 800 umsóknir. Á bak við margar þeirra eru fjölskyldur, þær stærstu allt að sjö manna, að sögn Önnu H. Pétursdóttur, formanns nefndarinnar.

Þau sem njóta góðs af aðstoðinni skipta því þúsundum. „Við höfum tekið við svipuðum fjölda umsókna nú og í fyrra,“ sagði Anna. Umsóknum fækkaði í fyrra og fóru þá í fyrsta sinn niður fyrir eitt þúsund í mörg ár.

Mæðrastyrksnefnd er með mataraðstoð, úthlutar fötum og gefur jólagjafir fyrir börn. Hópurinn sem nýtur aðstoðar er mjög blandaður; meirihlutinn íslenskir ríkisborgarar og í hópnum eru öryrkjar, einstæðir foreldrar og aldraðir.

Sjá heildarumfjöllun í Morgunblaðinu í dag um jólaaðstoð Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands,  Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er í samvinnu við önnur samtök eins og Rauða krossinn, Hjálpræðisherinn, mæðrastyrksnefnd á Akureyri o.fl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert