Twitter þakkar Báru: Kona ársins

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli á laugardag og krafðist …
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli á laugardag og krafðist afsagnar Klausturþingmannanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona ársins, maður ársins og nagli eru meðal þess sem notendur Twitter hafa kallað Báru Halldórsdóttur eftir að hún steig fram sem Marvin, uppljóstrarinn á Klaustri.

Bára, sem er fötluð, hinsegin kona, sat á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn og átti sér einskis ills von þegar hún varð vör við þingmenn á næsta borði sem hreyttu út úr sér fúkyrðum um konur, fatlaða og hinsegin fólk.

Hún ákvað að taka samræðurnar upp á símann sinn og nokkrum dögum seinna ákvað hún að deila því sem hún hafði orðið vitni að með þjóðinni. Hana hefði aldrei grunað hvílík atburðarás færi af stað. 

Netverjar hafa nú tekið sig saman og þakkað Báru fyrir undir myllumerkinu #takkbára.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert