Hálfur milljarður til útlendingamála

Dregið hefur úr tilhæfulausum umsóknum, en umsækjendum um alþjóðlega vernd …
Dregið hefur úr tilhæfulausum umsóknum, en umsækjendum um alþjóðlega vernd hefur fjölgað. mbl.is/Hjörtur

„Þrátt fyrir að dregið hafi úr tilhæfulausum umsóknum vegna breytinga á regluverki, hefur umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgað,“ segir í greinargerð fjáraukalaga til stuðnings þess að heimild til aukningar framlags til útlendingamála fyrir árið 2018 verði hækkuð um 529,2 milljónir króna.

Þá er áætlað að hálfum milljarði verði ráðstafað til þess að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

„Miklar sveiflur hafa einkennt málaflokkinn bæði hvað varðar fjölda umsókna, eðli mála, málsmeðferðartíma og dvöl í þjónustu, eins sem heilbrigðiskostnaður hefur verið stór óvissuþáttur,“ segir í greinargerðinni.

Fram kemur að þær 29,2 milljónir króna sem eftir standa sé ætlað að mæta kostnaði við flýtimeðferð dvalar- og atvinnuleyfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert