Skiptir „noise cancelling“ máli?

Árni Matthíasson blaðamaður með meiru er mikill áhugamaður um græjur …
Árni Matthíasson blaðamaður með meiru er mikill áhugamaður um græjur og alla mánudaga sér hann um „Græjuhornið" í síðdegisþætti K100. Mynd/K100
Blaðamaðurinn Árni Matt er hrifinn af Sony Bluetooth 1000XM3-heyrnartólunum og …
Blaðamaðurinn Árni Matt er hrifinn af Sony Bluetooth 1000XM3-heyrnartólunum og telur hann Sony komið fram úr keppinautum sínum í vöruþróun.

Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Verðið er á breiðum skala og er Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, á því að gæði og verð haldist í hendur á dýrustu „noice-cancelling“-heyrnartólunum. 

Að hans mati hefur Sony tekið fram úr Bose í þessari tegund heyrnartóla. Hann lýsir Sony Bluetooth 1000XM3-heyrnartólunum sem þeim bestu sem hann hefur prófað, en einnig er hann hrifinn af heyrnartólunum frá Bose. Þó séu stillingar, smásímaforrit, næmni og tengingar sem auðvelda og auka gæði notkunarinnar á Sony-tækinu.  

Árni segist sjálfur nota tækið mikið til að útiloka umhverfishávaða í opnu vinnurými. Fyrir utan framúrskarandi hljómgæði og einangrandi þætti kann hann vel að meta innbyggað hljóðnemann svo hægt sé að tala í símann án þess að taka af sér heyrnartólið. 

Hér má hlusta á Tæknihornið í heild. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert