Reykofn í ljósum logum

mbl.is/Hjörtur

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. 

Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir í samtali við mbl.is, að þarna hefði kviknað eldur í reykofni fyrir kjöt sem var fyrir aftan húsið.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang voru húsráðendur nýbúnir að slökkva eldinn og því var frekari viðbúnaður afturkallaður. Engan sakaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert