Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

Úrkomuspáin kl. sex á morgun.
Úrkomuspáin kl. sex á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Fram kemur á vef veðurstofunnar, að ekkert lát sé á mildu austlægu vindunum með vætu. En á þessum árstíma sé það oftast þannig að ef hitastigið sé fyrir ofan frostmark, þá fylgi fremur vætu- og vindasöm tíð með, einkum eigi þetta við landið sunnan- og austanvert. 

„Næstu dagar eru einmitt á þessa vegu en svo er útlit fyrir að það lægi um miðja næstu viku og þá ætti hitastigið að falla niður undir frostmark og ef það er eitthvað að marka spár sem ná lengra þá má búast við áframhaldandi mildum og vætusömum suðaustlægum áttum undir aðra helgi. Þá fer að verða lítill tími ef jólin eiga að verða hvít en spá er og verður alltaf spá og ættu línur að skýrast þegar líður á vikuna,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert